Um Eydísi

Ég er með gráðu í innanhúshönnun frá Interior Designers Institute (IDI) í Newport Beach, Kaliforníu.

Hér á síðunni er sýnishorn af vinnu minni en ég hef brennandi áhuga á hönnun, litasamsetningum og uppsetningu á rýmum, þannig að það fari saman flæði, karakter & útlit og skapi fallega heild.

Ég tek að mér ráðgjöf með fyrirkomulag og uppröðun rýma, efnis- og litaval og val á búnaði og húsgögnum.

Ég hlakka til að heyra frá þér!

Ummæli

„Okkur hjónin langaði að skipuleggja alrými í húsinu okkar og við fengum Eydísi til að hjálpa okkur til þess. Það reyndist heillaskref og var útkoman einstaklega glæsileg. Það sem okkur fannst áhugavert var að það varð þessi heildarsvipur samhliða því hversu praktískt rýmið er. Það skaðaði heldur ekki, að breytingarnar kostuðu minna en við áætluðum“

„Eydís kom með mjög áhugaverða heildræna sýn á rýmið og kollvarpaði öllu húsinu og flæði þess. Það hefur virkað frábærlega“